Top 10 similar words or synonyms for zürich

bern    0.908744

freiburg    0.902892

basel    0.889115

dortmund    0.886338

bremen    0.883970

magdeburg    0.883439

graz    0.882088

aargau    0.880972

wiesbaden    0.878180

gent    0.873026

Top 30 analogous words or synonyms for zürich

Article Example
Zürich Zürich liggur við norðurenda Zürichvatns norðarlega í Sviss og rennur áin Limmat í gegnum borgina. Næstu borgir eru Winterthur til norðausturs (25 km), Aarau til vesturs (45 km), Schaffhausen til norðurs (50 km) og Luzern til suðvesturs (60 km). Stórborgarsvæði Zürich nær meðfram allt norðanvert Zürichvatn og búa þar rúmlega 1,1 milljón manns. Svisslendingar tala gjarnan um Zürich sem heimsborg, þrátt fyrir smæðina.
Zürich Skjaldarmerki Zürich eru tvær rendur á ská. Fyrir ofan til hægri er hvítt, en fyrir neðan til vinstri er blátt. Merki þetta kom fram á 15. öld sem dómsinnsigli. Ekki hefur tekist að útskýra tilurð litanna. Í gegnum tíðina hefur ýmislegt skraut verið sett í kringum merkið, svo sem ljón og ríkisörninn. Stundum er það enn notað. Skjaldarmerki kantónunnar Zürich og borgarinnar Zürich eru nákvæmlega eins.
Zürich Það voru Rómverjar sem reistu fyrstu byggðina þar sem nú er Zürich. 15 f.Kr. var reist þar lítil herstöð og seinna þorp sem kallaðist Turicum. Þar var einnig tollstöð fyrir vörur sem aðallega voru fluttar yfir Zürichvatn. Á 3. öld liðu systkinin Felix og Regúla píslarvættisdauða og voru grafin í Zürich. Þau voru tekin í tölu dýrlinga og voru tilbeðin þar fram að siðaskiptum. Felix og Regúla eru verndardýrlingar Zürich. Á 4. öld var hafist handa við að reisa virki við bæinn. En Rómverjar yfirgáfu héraðið árið 401 og fluttu þá alemannar þangað í staðinn. Þeir munu hafa haldið húsum og virkinu óbreyttu. Árið 610 er virkinu lýst í ferðasögum heilags Columbans frá Írlandi. En elsta heimildin þar sem nafnið Zürich kemur fram er að finna í klaustrinu í St. Gallen frá árinu 806/810. Þá hefur þar verið þorp. Árið 929 er Zürich lýst sem borg ("civitas") í skjölum. Árið 853 stofnaði Lúðvík hinn þýski, fyrsti keisari hins eiginlega þýska ríkis, nunnuklaustur í Zürich. Stofnskjalið er elsta varðveitta skjalið í sögusafninu í Zürich. Borgarmúra fékk Zürich ekki fyrr en í lok 12. aldar.
Zürich Þegar franska byltingin gekk í garð 1789 varð mikill órói í nærsveitum Zürich, sem vildu meira sjálfræði gagnvart borginni. Margir heimtuðu meira að segja ákveðnar nýjungar sem byltingarmenn í Frakklandhöfðu komið á. Árið 1798 réðust Frakkar inn í Sviss og hertóku landið í einni svipan. Borgríkið Zürich var þá lagt niður og var innlimað í helvetíska lýðveldinu. Tvær orrustur áttu sér stað við borgardyr Zürich milli Frakka og Austurríkismanna. Árið 1799 sigruðu Austurríkismenn, sem við það frelsuðu borgina. En strax ári síðar birtust Frakkar aftur og sigruðu Austurríkismenn í síðari orrustunni. Í kjölfarið hertóku þeir borgina, lögðu skatt á borgarbúa og breyttu stjórnarfarinu. Árið 1802 yfirgáfu Frakkar borgina. Íhaldsstjórnin sem þá tók við var svo óvinveitt helvestíska lýðveldinu (þ.e. Sviss), að Svisslendingar sendu herlið þangað til að neyða Zürich til hlýðni. Þessum óróa lauk ekki fyrr en Frakkar hertóku borgina á nýjan leik. Árið 1804 var kantónan Zürich endurskipulögð. Borgin Zürich varð höfuðborg hennar og var fremsta borg Sviss á þeim tíma.
Zürich Aðalknappspyrnulið borgarinnar eru tvö: Grasshopper Club Zürich og FC Zürich. Grasshoppers hefur 27 sinnum orðið svissneskur meistari (síðast 2003) og átta sinnum bikarmeistari. FC Zürich hefur ellefu sinnum orðið svissneskur meistari (síðast 2007) og sjö sinnum bikarmeistari. Auk knattspyrnufélaganna er alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, með aðalskrifstofur í borginni.
Zürich Í handbolta er félagið Grasshopper-Club Zürich helsta lið borgarinnar. Það hefur oftar orðið svissneskur meistari en nokkurt annað félag eða 21 sinni. Auk þess er félagið ZMC Amicitia Zürich einnig mjög árangursríkt og hefur fjórum sinnum orðið svissneskur meistari.
Zürich Í Zürich er mesti fjöldi sundhalla í Evrópu miðað við höfðatölu eða 25 alls. Þær eru sóttar af um tveimur milljónum baðgesta árlega.
Zürich Zürifäscht er stórhátíð sem fram fer á þriggja ára fresti í miðborginni og við Zürichvatn. Hér er um langstærstu fólkshátíð í Sviss að ræða. Hátíðin stendur yfir í þrjá daga og sækja um milljón manns borgina heim þegar flugeldasýningin í lok hátíðarinnar fer fram. Á hátíðinni er boðið upp á tónlistarviðburði utandyra, mat hvaðanæva að úr heiminum, markaði, flugsýningar og margt fleira. Hún fer yfirleitt fram í byrjun júlí.
Zürich Á 9. öld hét bærinn Turigum og er talið að heitið sé germanskt, ekki latneskt. Bærinn hét einnig þýska heitinu Ziurichi. Merking heitanna er óviss. Gæluheiti borgarinnar er Limmatstadt ("Borgin við ána Limmat") og Zwinglistadt ("Borg siðaskiptamannsins Zwinglis").
Zürich Íshokkíliðið ZSC Lions er sexfaldur svissneskur meistari. Liðið er fyrsta félagið til að sigra í meistaradeild Evrópu (Champions Hockey League) í þessari íþrótt 2009. Alþjóðaíshokkísambandið, IIHF, er með aðalaðsetur í Zürich.