Top 10 similar words or synonyms for vandalar

saxar    0.847747

bæheimur    0.847062

furstar    0.840240

asíubúar    0.835669

germanskir    0.831014

króata    0.825810

þrældóm    0.825401

afríkubúar    0.823729

márar    0.819459

krossferðirnar    0.818263

Top 30 analogous words or synonyms for vandalar

Article Example
Vandalar Vandalar voru germönsk þjóðflutningaþjóð sem stofnaði ríki í Norður-Afríku og eyjum Miðjarðarhafs. Ríki þeirra stóð frá 429 til 534. Löngu eftir þeirra dag voru skemmdarvargar í frönsku stjórnarbyltingunni kallaðir vandalar (franska: "vandales") eftir þeim og hefur orðið síðan fengið merkinguna skemmdarvargur í mörgum tungumálum. Héraðið (V)Andalúsía á Spáni er einnig talið heita í höfuðið á þeim en þar áttu þeir konungsríki um nokkurt skeið.
Vandalar Tungumál þeirra er venjulega talið austur-germanst eins og mál Gota og Roga.
Vestrómverska keisaradæmið Ýmsir germanskir þjóðflokkar tóku við völdum á þeim svæðum sem tilheyrt höfðu Vestrómverska ríkinu; Austgotar stofnuðu ríki á Ítalíuskaganum, Vestgotar á Íberíuskaganum, Vandalar í Norður-Afríku og Frankar í Gallíu.
Spánn Með hnignun Vestrómverska keisaradæmisins á 5. öld lögðu germanskir þjóðflokkar, Svefar, Vandalar og að lokum Vesturgotar, Íberíuskagann undir sig. Konungar Vesturgota voru að nafninu til undirkonungar (patrisíar) sem ríktu í nafni Rómarkeisara. Þeir gerðu Tóledó að höfuðborg. Á þeim tíma efldust menningarleg og trúarleg kaþólsku kirkjunnar mikið þótt Vesturgotar væru arískt kristnir eða heiðnir fram til loka 6. aldar þegar konungur þeirra tók upp kaþólska trú.
Þjóðflutningatímabilið Þjóðflutningatímabilið var tímabil mikilla fólksflutninga innan Evrópu sem var hrundið af stað við innrás húna. Germönsku þjóðflokkarnir tóku sig upp suður og vestur á bógin og bundu enda á forn-Rómverska ríkið. Þá yfirgáfu Englar og Saxar Þýskaland og Jótar Danmörku og héldu til Englands, Vandalar fóru vestur gegnum Frakkland og Spán og til Norður-Afríku þar sem mál þeirra viðgekkst þar til austrómverka ríkið fór gegn þeim og margir aðrir germanskir þjóðflokkur fóru suður Ítalíu-skaga og brutu endanlega gamla Rómarríki.
Húnar Húnar voru evróasískir hirðingjar sem gerðu með sér ýmis bandalög og réðust inn í Suðaustur-Evrópu um 370 e.Kr. Þeir rændu og rupluðu þar sem þeim sýndist og gerðu bandalög við ýmsar germanskar þjóðir sem voru óvinir Rómaveldis (Austgotar, Vandalar og Langbarðar). Frægastur Húna er Atli Húnakonungur sem sameinaði alla Húna og var síðasti og voldugasti konungur Húnaveldisins. Fall Húnaveldis markaðist við fyrsta ósigur Atla í bardaga við Katalánsvelli árið 451 þar sem Atli mætti rómverska herstjóranum Flaviusi Aëtiusi, Vestgotum og Búrgundum. Tveim árum síðar lést Atli og óljóst var hver af hans óteljandi sonum ætti að taka við veldinu. Á meðan rifist var um hver yrði næsti konungur Húnaveldis nýttu óvinsamlegar germanskar þjóðir tækifærið og risu gegn Húnum. Þar með liðaðist veldi þeirra í sundur og var úr sögunni.
Leptis Magna Borgin var undir stjórn Berba og Fönikíumanna 1000 árum fyrir Krist og svo undir Karþagó, höfuðstað Fönikíumanna frá 4. öld fyrir Krist þar til Rómverjar unnu hana á sitt vald eftir þriðja púnverska stríðið, um 146 fyrir Krist. Borgin var mikilvæg verslunarborg í rómversku Afríku. Á 4. öld eftir Krist hafði borgin minnkað mikilvægi og það versnaði með flóðbylgju sem skall á henni árið 365. Árið 439 náðu Vandalar borginni á sitt vald og vörðu hana undan árásum Berba. Rómverjar náðu borginni seinna og borgin varð hluti af Austrómverska ríkinu. Á 6. öld var borgin orðin kristin að mestu leyti og leið fyrir framgang Saharaeyðimerkurinnar. Upp úr miðri 7. öld hófu Arabar innreið sína á svæðið en mættu lítilli mótstöðu þar sem íbúafjöldi var undir 1000 manns. Með tímanum gleymdist borgin og var komin undir sand á 10. öld.
Aurelianus Aurelianus hafði ekki verið við völd lengi þegar hann þurfti að verjast árásum germanskra þjóðflokka, því árið 270 réðist Juthungi þjóðflokkurinn tvisvar inn í Norður-Ítalíu og Vandalar einu sinni. Aurelianus sigraði þessa innrásarheri í nokkrum bardögum og hrakti þá á brott. Árið 271 gerðu myntsláttu-verkamenn uppreisn í Róm og í kjölfarið létu nokkur þúsund manns lífið á götum borgarinnar. Aurelianus kvað niður uppreisnina sem endaði eftir bardaga við herinn á Caelius-hæð. Áður en Aurelianus yfirgaf Rómarborg lét hann hefja byggingu mikils varnarmúrs í kringum borgina, Aurelianusarmúrsins. Bygging múrsins var viðbragð við hinni auknu ógn sem stafaði af innrásum Germana, en lítið var um varnir í Róm þar sem borginni hafði ekki verið ógnað af utanaðkomandi herjum í nokkur hundruð ár.
Valentinianus 3. Faðir Valentinianusar 3. var Constantius 3. sem var keisari í nokkra mánuði áður en hann lést, árið 421. Móðir hans var Galla Placidia sem var systir Honoriusar keisara. Þegar Honorius lést árið 423 var embættismaðurinn Johannes skipaður keisari. Austrómverski keisarinn Theodosius 2., sem var frændi Honoriusar og Göllu Placidiu, viðurkenndi ekki Johannes sem keisara og árið 424 skipaði hann Valentinianus sem undirkeisara sinn ("caesar") og ári síðar sem keisara ("augustus") yfir Vestrómverska ríkinu. Theodosius sendi her til Ítalíu til að takast á við Johannes og var Johannes sigraður eftir átök við Ravenna og tekinn af lífi stuttu síðar. Valentinianus 3. var aðeins 6 ára þegar hann varð keisari og því var ríkinu stjórnað að miklu leiti af móður hans til að byrja með. Germanskir þjóðflokkar voru helsta ógnin við vald keisarans á valdatíma Valentinianusar og til dæmis höfðu Vestgotar sest að í suður Gallíu og Vandalar í Hispaníu. Þessir þjóðflokkar réðu sér að miklu leiti sjálfir þó þeir væru innan landamæra Rómaveldis. Árið 429 færðu Vandalar sig um set og hertóku norður-Afríku af Rómverjum. Við þetta misstu Rómverjar yfirráðin yfir norður-Afríku þangað til Austrómverjar hertóku svæðið aftur á 6. öld. Árið 437 ferðaðist Valentinianus til Konstantínópel og giftist Liciniu Eudoxiu, dóttur Theodosiusar 2. Eftir að Valentinianus varð fullorðinn reiddi hann sig meira og meira á mikilvægasta hershöfðingja sinn, Flavius Aetius. Aetius einbeitti sér mest að því að verja Gallíu fyrir árásum Germana. Húnar, undir stjórn Atla Húnakonungs, urðu sífellt meiri ógn við Rómaveldi á þessum tíma. Árið 451 mætti sameinaður her Rómverja, Franka, Vestgota og fleiri, her Húna í orrustunni við Katalánsvelli. Aetius fór fyrir herafla Rómverja sem bar sigur úr býtum. Atli flúði bardagann en hélt þó áfram að valda Rómverjum vandræðum og gerði innrás í Ítalíu árið eftir. Hann leiddi her sinn til Rómar, þar sem Valentinianus var þá staddur, en hætti við að ráðast á borgina eftir að Leo 1. páfi hafði verið sendur til að semja við hann. Atli lést árið 453 og við það endaði ógn Húna við Rómaveldi. Valentinianus myrti Flavius Aetius árið 454, líklega vegna þess að honum stóð ógn af völdum Aetiusar. Árið eftir var Valentinianus sjálfur myrtur af liðsmönnum Aetiusar, að undirlagi Petroniusar Maximusar sem varð keisari í kjölfarið.