Top 10 similar words or synonyms for uxa

heimsyfirráð    0.725340

kistu    0.723764

heilagleika    0.712083

hafen    0.710499

gröfinni    0.707481

návist    0.706408

þrjótar    0.697221

förunauta    0.695666

frillu    0.690978

taflmann    0.690563

Top 30 analogous words or synonyms for uxa

Article Example
Gylfi konungur Gylfi konungur er persóna í Gylfaginningu í Snorra-Eddu. Hann var konungur þar sem nú er Svíþjóð. Gyðjan Gefjun fékk af honum land sem hún dró út á haf með hjálp fjögurra uxa. Gylfi vildi fræðast meira um hagi guðanna og heimsótti Ásgarð.
Hoorn Skjaldarmerki Hoorn sýnir rautt-gult gjallarhorn með bláum borða á hvítum grunni. Hornið er til tákn um uxa sem hljópst á brott frá bænum Monnickendam og missti eitt hornið þar sem í dag er borgin Hoorn. Áður fyrr var María mey höfð með á merkinu en 1538 var María tekin út í stað einhyrningsins, sem var einkennismerki biskupsins í Utrecht.
Úruxi Úruxi (fræðiheiti:" Bos primigenius") var risavaxin nautgripategund sem nú er útdauð og er forfaðir nautgripa nútímans. Úruxinn lifði í Evrópu, Asíu og Norður-Afríku, og var til í Evrópu til ársins 1627. Upphaflega voru til tvær frumtegundir uxa í gamla heiminum. Önnur þeirra var úruxinn, en hin var jakuxinn, sem enn er til og lifir í Tibet.
Möðruvallaklaustur Þótt ekkert sé vitað um ritun bóka í Möðruvallaklaustri átti klaustrið bókasafn og í bókaskrá frá 1461 eru taldar 86 bækur, margrar helgra manna sögur á íslensku, fornsögur og margar konungasögur. Sama ár átti klaustrið heima á staðnum og á útibúinu Öxnhóli 70 kúgildi, 40 uxa þrevetra og eldri, 10 naut veturgömul og tvævetur, hálfan áttunda tug af veturgömlu fé en sauðfé var alls 195 og hestar 41.
Mosfell (Grímsnesi) Mosfell er fell sunnan Apavatns og rétt norðan Skálholts. Sunnan undir Mosfellinu er kirkjustaðurinn Mosfell en þar bjó Ketilbjörn gamli sem nam Grímsnesið allt. Hann átti ógrynni silfurs. Synir hans vildu ekki hlíða skipunum karls, svo hann tók tvo uxa og létt þá draga silfrið upp á fjallið. Þar lét hann ambátt og þræl grafa silfrið og fela. Ketilbjörn drap svo þau bæði svo engin er til frásagnar um hvar silfrið mikla er að finna.
Þingeyrakirkja Um miðja 19. öldina bjó Ásgeir á Þingeyrum miklu rausnarbúi og byggði kirkjuna að mestu á eigin kostnað á árunum 1864-1877. Grjót í bygginguna lét hann uxa draga á ís yfir Hópið, enda lítið um grjót í landi Þingeyra. Kirkjuhvelfingin er bogadregin, blámáluð með gylltum stjörnum sem sagðar eru 1000 að tölu. Margir fornir og merkir gripir eru í kirkjunni og einnig eru ýmsir gripir úr henni á Þjóðminjasafninu. Sonur Ásgeirs var Jón Ásgeirsson þjóðkunnur hestamaður, faðir Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Sverrir Runólfsson Sverresen, hlaðlistarfrömuður, byggði kirkjuna.
Þingeyrar Um miðja 19. öldina bjó á Þingeyrum miklu rausnarbúi Ásgeir Einarsson alþm. og þjóðfundarfulltrúi og byggði að mestu á eigin kostnað á árunum 1864-1877 steinkirkjuna sem enn stendur á staðnum. Grjót í bygginguna lét hann uxa draga á ís yfir Hópið, enda lítið um grjót í landi Þingeyrar. Kirkjuhvelfingin er bogadregin, blámáluð með gylltum stjörnum sem sagðar eru 1000 að tölu. Margir fornir og merkir gripir eru í kirkjunni og einnig eru ýmsir gripir úr henni á Þjóðminjasafninu. Sonur Ásgeirs var Jón Ásgeirsson þjóðkunnur hestamaður, faðir Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp.
Þrymskviða Þór er klæddur í brúðarkjól með hálsmen Freyju, lykla, skartgripi og skreytt höfuð. Loki fer með Þór til Jötunheima dulbúinn sem ambátt. Þrymur undirbýr brúðkaup því hann vill fljótt kvænast Freyju dóttur Njarðar frá Nóatúnum. Í veislunni étur Þór einn uxa, átta laxa og allar krásir og drekkur þrjú ker af miði. Þrymur kveðst aldrei hafa séð konu borða jafn mikið og Loki svarar því að Freyja hafi ekki borðað í átta nætur af spenningi yfir brúðkaupinu. Þrymur ætlar að kyssa Freyju en bregður í brún hve illileg hún er á svipinn og aftur svarar ambáttin að Freyja hafi ekki sofið í átta nætur vegna spennings fyrir brúðkaupinu. Brúðurin biður um það sem ættingjar hennar áttu að fá út úr brúðkaupinu og lætur Þrymur ná í hamarinn. Þór tekur hamarinn og drepur Þrym og alla ættingja hans og lýkur þar Þrymskviðu.
Leikför um landið Á flótta undan indíánum lenda Lukku Láki og Léttfeti í flasinu á risavöxnum fíl. Fílar eru sjaldséðir í villta vestrinu og indíánarnir flýja í ofboði, en fíllinn reynist vera sirkusfíllinn Fiddi, ein skærasta stjarna Vestra leikhússins sem er á ferð um landið að breiða út listina. Leikhúsið skipa hinn góðglaði og rauðnefjaði Bárður Mullumbull forstjóri og fjölskyldumeðlimir hans og slæst Lukku Láki í för með hópnum til bæjarins Úlfavirkis þar sem hópurinn ætlar að troða upp. Í bænum fer plásskóngurinn Zilli demantstönn með öll völd og þegar bæjarbúar sýna Vestra leikhúsinu meiri áhuga en hinni árlegu reiðkeppni Zilla hugsar hann leikhópnum þegjandi þörfina og ræður leigumorðingjann Jóa Skellinöðru til að skjóta Fidda. Verkið reynist snúnara en til stóð og þegar Jói fer á taugum og missir marks af þriggja metra færi þarf Zilli að leita annarra ráða. Með því að sleppa sirkusljóninu Nelsoni út úr búri sínu tekst Zilla að skapa skelfingu í bænum og snúa almenningsálitinu gegn Vestra leikhúsinu. Leikhúsið fær þó að halda eina hátíðarsýningu til styrktar góðu málefni. En Zilli er ekki af baki dottinn og fær indíánahöfðingjann Halta-Uxa til að ráðast á leikhúsið og brenna leiktjaldið með logandi örvadrífu. Virðist þá öll nótt úti fyrir Vestra leikhúsið, en Lukku Láki geymir tromp í erminni.
Alexander mikli Þegar Alexander var tíu ára keypti kaupmaður frá Þessalíu hest fyrir Filippos, sem hann bauðst til að selja fyrir þrettán talentur. Engum tókst að temja hestinn svo Filippos skipaði að fjarlægja hestinn. Alexander hins vegar, sem sá að hesturinn hræddist skugga sinn, bað um að temja hestinn, sem honum tókst að lokum. Plútarkos sagði að Filippos, sem var hæstánægður með hugrekki og metnað sonar síns, kyssti hann með tár í auganum og sagði: „Drengur minn, þú verður að finna ríkidæmi sem er nægilega stórt fyrir metnað þinn. Makedónía er of smá fyrir þig“ og keypti hestinn fyrir hann. Alexander nefndi hestinn Búkefalos, sem merkir „uxa-höfuð“. Búkefalos bar Alexander að Pakistan. Þegar dýrið dó (vegna hás aldurs, samkvæmt Plútarkosi, 30 ára gamall), nefndi Alexander borg eftir honum Búkefala. Heimildum fer ekki saman um hvar hann sé grafinn. Í ævisögu Alexanders eftir Plútarkos og "Anabasis Alexandri" eftir Arríanos er sagt að Búkefalos hafi dáið eftir orrustuna við Hydaspes 326 f.Kr., þar sem nú er Pakistan og sé grafinn í Jalalpur Sharif rétt utan við borgina Jhelum í Pakistan. Aðrar heimildir gefa upp að Búkefalos sé grafinn í Phalia, borg í Mandi Bauhaddin héraðinu í Pakistan sem er nefnd eftir honum.