Top 10 similar words or synonyms for tamíltígrar

stjórnarhermenn    0.878587

beslan    0.862147

hundruðir    0.855074

persar    0.853625

tugþúsundir    0.852750

arabískir    0.852077

indverjar    0.844300

litháar    0.838100

palestínsku    0.837061

kolanámumenn    0.833168

Top 30 analogous words or synonyms for tamíltígrar

Article Example
Tamíl Ílam Tamíl Ílam var ekki viðurkennt sem ríki af neinni ríkisstjórn. Tamíltígrar stjórnuðu um 40-50% þeirra svæða sem þeir vildu að tilheyrði hinu nýja ríki lengst af á 1. áratug 21. aldar.
Borgarastyrjöldin á Srí Lanka Borgarastyrjöldin á Srí Lanka var borgarastyrjöld á Srí Lanka sem hófst með árás Tamíltígra á herdeild úr her Srí Lanka 23. júní 1983 og lauk með sigri stjórnarhersins og dauða leiðtoga tígranna, Velupillai Prabhakaran, 18. maí 2009. Ástæða borgarastyrjaldarinnar var vaxandi mismunun sem bitnaði á tamílskumælandi íbúum landsins sem einkum búa í norður- og austurhéruðunum eftir að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi 1948. Á 8. áratug 20. aldar spruttu upp skæruliðahreyfingar tamílskumælandi íbúa sem stefndu að stofnun sjálfstæðs ríkis eða sjálfstjórnarhéraðs Tamíla, Tamíl Ílam. Árið 1983 braust út stríð milli þeirra og stjórnarhersins. Þrátt fyrir tilraunir stjórnarinnar til að mæta kröfum tamílska minnihlutans á 9. áratugnum héldu átökin áfram og á 10. áratugnum stóðu Tamíltígrar fyrir fjölda mannskæðra árása. Átökin hröktu hundruð þúsunda íbúa á flótta. Árið 2001 hófust vopnahlésviðræður að nýju. Flóðbylgjan í Indlandshafi 2004 varð til þess að draga úr átökum. Tamíltígrarnir misstu stuðning sinn utanlands þegar leyniskytta á þeirra vegum myrti tamílska stjórnmálamanninn Lakshman Kadirgamar sem hafði gagnrýnt tígrana árið 2005. Átök hófust aftur í árslok 2005. Ári síðar hóf stjórnarherinn sókn gegn tígrunum í austurhéruðunum og náði Vakarai á sitt vald. 2. janúar 2009 náði stjórnarherinn svo Kilinochchi sem var í reynd höfuðvígi uppreisnarmanna í norðurhéruðunum. Í bardögum í kjölfarið féllu margir af leiðtogum uppreisnarmanna og í maí lýsti stjórnarherinn yfir sigri. 19. maí hélt Mahinda Rajapaksa forseti landsins ræðu í þinginu þar sem hann lýsti því yfir að stríðinu væri lokið.
Srí Lanka Fornminjar benda til þess að menn hafi sest að á Srí Lanka á fornsteinöld fyrir allt að 500.000 árum. Leifar af balangodamanninum ("Homo sapiens balangodensis") eru frá miðsteinöld og eru taldar elstu leifar líffræðilegra nútímamanna í Suður-Asíu. Elsta vísunin til Srí Lanka í rituðum heimildum er í sagnakvæðinu "Ramayana" frá 5. eða 4. öld f.Kr. Hugsanlega voru elstu íbúar Srí Lanka forfeður veda sem nú eru lítill hópur frumbyggja á eyjunni. Á miðöldum varð Srí Lanka fyrir innrásun Chola-veldisins á Indlandi og síðan Kalinga Magha árið 1215 og eyjan skiptist milli ólíkra konungdæma. Portúgalir lögðu strandhéruð eyjarinnar undir sig á 17. öld en Hollendingar náðu þeim brátt frá þeim. Í upphafi 19. aldar lögðu Bretar eyjuna undir sig. Srí Lanka lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum árið 1948 en fljótlega settu átök milli sinhalamælandi meirihluta og tamílskumælandi minnihluta svip sinn á stjórnmál landsins þar til borgarastyrjöld braust loks út árið 1983 milli stjórnarinnar og Tamíltígra. Árið 2009, eftir mikið mannfall, voru Tamíltígrar sigraðir af stjórnarhernum.