Top 10 similar words or synonyms for svisslendingar

austurríkismenn    0.866669

bæjarar    0.857777

ítalir    0.855270

hollendingar    0.854936

ungverjar    0.841735

serbar    0.836225

spánverjar    0.833058

herir    0.832527

prússar    0.831253

portúgalir    0.830244

Top 30 analogous words or synonyms for svisslendingar

Article Example
Sviss Svisslendingar hafa búið til súkkulaði frá því á 18. öld en það varð ekki frægt fyrr en undir lok 19. aldar þegar nútíma súkkulaðigerð varð til, sem gerði mögulega framleiðslu á gæðasúkkulaði. Uppfinning Daniels Peter á mjólkursúkkulaði árið 1875 var einnig stór og mikilvægur áfangi. Svisslendingar neyta meira af súkkulaði en nokkur önnur þjóð.
Sviss Þegar ríkið var stofnað árið 1291 voru langflestir Svisslendingar þýskumælandi og því eru elstu bókmenntir Svisslendinga á þýsku. Á 18. öld var franska móðins í Bern og víðar og áhrif frönskumælandi landa urðu meira áberandi.
Sviss 1386 réðust Habsborgarar á ný inn í Sviss. Það dró til orrustu sem háð var við Sempach. Orrusta þessi var hápunktur í baráttu Habsborgara við hina eiðsvörnu. Í henni sigruðu Svisslendingar og með þessum sigri var stórt skref stigið í sjálfstæði landsins. Tveimur árum síðar voru Habsborgarar aftur á ferð. Í orrustunni við Näfels sigruðu Svisslendingar á nýjan leik en þetta var síðasta orrustan milli þessara tveggja aðila. Eftir tap Habsborgara sömdu þeir frið við hina eiðsvörnu, fyrst til sjö ára, en síðan til 20 ára. Þeir hættu öllu tilkalli til landa hinna eiðsvörnu og misstu þar með þjóðleiðirnar yfir Alpaskörðin. Sviss naut því friðar næstu aldir. 1474 fór svissneskur her að tilstuðlan keisarans Friedrichs III til Búrgúnd og eyddu því ríki. Svisslendingar þóttu nefnilega afbragðs hermenn og voru þeir eftir þetta vinsælir leiguliðar. Til dæmis eru varðmenn páfa eingöngu skipaðir Svisslendingum allt frá 1506. Eftir sigurinn á Búrgúndum var Sviss orðið sterkt ríki í Mið-Evrópu. Það hélt að sama skapi áfram að vaxa. 1481 bættust Fribourg (Freiburg) og Solothurn við sem kantónur. Eftir svávastríðið 1499, sem Svisslendingar tóku þátt í, viðurkenndi Maximilian I keisari Sviss sem sjálfstætt ríkjasamband fyrir hönd hins heilaga rómverska ríkis. Löglega séð var það þó enn hluti af þýska ríkinu allt til 1648, er friðarsamningarnir eftir 30 ára stríðið voru gerðir. 1501 bættust við Schaffhausen og Basel (sem seinna klofnaði í Basel-Stadt og Basel-Landschaft). Loks bættist Appenzell við 1513. Næstu kantónur bættust ekki við fyrr en tæpum 300 árum síðar.
Ostur Ostur er mjólkurafurð sem unnin er úr mjólk sem er látin hlaupa. Ostur er viðbit og er að mestu framleiddur úr kúa-, geita- eða sauðamjólk (þó einnig sé til ostur úr kapla- eða jafnvel úlfaldamjólk). Ostagerð er mjög algeng út um allan heim, og sumar þjóðir eru mjög þekktar fyrir ostagerð sína, s.s. Frakkar, Svisslendingar og Ítalir.
Zürich Zürich liggur við norðurenda Zürichvatns norðarlega í Sviss og rennur áin Limmat í gegnum borgina. Næstu borgir eru Winterthur til norðausturs (25 km), Aarau til vesturs (45 km), Schaffhausen til norðurs (50 km) og Luzern til suðvesturs (60 km). Stórborgarsvæði Zürich nær meðfram allt norðanvert Zürichvatn og búa þar rúmlega 1,1 milljón manns. Svisslendingar tala gjarnan um Zürich sem heimsborg, þrátt fyrir smæðina.
Sumarólympíuleikarnir 1956 Alþjóðastjórnmálin settu strik í reikninginn. Vegna Súesdeilunnar sátu Egyptar, Líbanir og Írakar heima. Sovétmenn brutu niður uppreisnina í Ungverjalandi fáeinum vikum fyrir leikanna og ákváðu þá Spánverjar, Hollendingar og Svisslendingar að sniðganga Ólympíuleikana til að mótmæla því að Sovétmönnum væri ekki vísað úr keppni. Á síðustu stundu hættu svo Kínverjar við að mæta, vegna deilna um þátttöku Formósu.
Evrópumeistaramót UEFA 21 árs og yngri 2011 Evrópumeistaramót UEFA 21 árs og yngri 2011 er ellefta Evrópumeistaramót undir 21 árs karla í knattspyrnu og fer fram í Danmörku 11.-25. júní. Átta lið keppa til úrslita: Hvít-Rússar, Tékkar, Danir, Englendingar, Íslendingar, Spánverjar, Svisslendingar og Úkraínumenn. Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslendingar taka þátt.
Sviss Tveir aðalfjallgarðar eru í Sviss. Sá stærri þeirra eru Alpafjöll, en þau ganga yfir gjörvallt miðbik og suðurhluta landsins. Þau eru svo stór að þeim er skipt niður í margar minni einingar. Minni fjallgarðurinn eru Júrafjöll fyrir norðvestan og mynda þar náttúruleg landamæri að Frakklandi. Svisslendingar telja fjöll sín í tindum. Þannig teljast tveir tindar á sama fjalli til tveggja fjalla. Hæsti fjallgarður Alpanna innan Sviss eru Monte Rosa fjöllin en hæsti tindur þeirra er Dufourtindurinn sem nær í 4.634 metra hæð. Matterhorn er trúlega þekktasta fjallið í landinu en það nær í 4.478 metra hæð.
Ferðamennska Þrátt fyrir að það er vitað að Svisslendingar voru ekki upphafsmenn að skíðaiðkun þá er það vitað að St. Moritz, Graubünden, var vagga þróunar á vetrarferðamennsku: Frá árinu 1865 í St. Moritz, voru margir hótelstjórar sem tóku þá áhættu að opna hótelin sín á veturnar en það var þó ekki fyrr en á 7. áratug 20. aldarinnar sem að vetrarferðamennska tók yfirhöndina fram yfir sumarferðamennsku á mörgum svissneskum skíðaáfangastöðum. Meira að segja á veturnar þá er allt að einn þriðji af öllum gestum (fer eftir staðsetningu) samanstanda af fólki sem stunda ekki skíði.
Neuchatel (fylki) 1831 reyndu íbúar kantónunnar að gera uppreisn, en það var ekki víðtækt og var brotið á bak aftur. En á byltingarárinu 1848 var gerð önnur uppreisn. Íbúaher náði að taka helstu vígi prússneska konungsins og lýsa yfir sambandslitum við Prússland. Prússar, sem þá réðu yfir einum besta her Evrópu á þessum tíma, létu málið hins vegar afskiptalaust og sendu aðeins mótmælaskjal. Samin var ný stjórnarskrá í skyndi og kallaði héraðið sig nú "Lýðveldið og kantónan Neuchâtel". 2. september 1856 gerðu konungssinnar hliðhollir Prússlandi gagnbyltingu og hertóku kastalann í Neuchâtel. Þar flögguðu þeir prússneska svart/hvíta fánanum. 4. september söfnuðu lýðveldissinnar saman her og gerðu árás á kastalann. Konungssinnar voru sigraðir og leiðtogum þeirra varpað í fangelsi. Við þetta gat Prússakonungur ekki sætt sig við og heimtaði að öllum uppreisnarmönnum yrðu gefnar upp sakir. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu, hótaði Friðrik Vilhjálmur IV Prússakonungur stríði á hendur Sviss. Svisslendingar sjálfir undirbjuggu sig fyrir stríð og settu herflokka við Rínarfljót í norðri landsins. Napoleon III frá Frakklandi tókst að sætta andstæðar fylkingar í júní ári síðar. Prússar hættu öllu tilkalli til Neuchâtel, en Svisslendingar slepptu öllum byltingarmönnum úr fangelsi.