Top 10 similar words or synonyms for krossferðirnar

styrjaldirnar    0.834422

tjingveldið    0.826596

gervallt    0.825012

langbarðar    0.821643

vandalar    0.818263

mansjúmenn    0.816855

landvinningar    0.810011

jesúítar    0.807577

kingveldið    0.803815

engilsaxar    0.802737

Top 30 analogous words or synonyms for krossferðirnar

Article Example
Norrænu krossferðirnar Norrænu krossferðirnar voru krossferðir kristinna konunga Danmerkur og Svíþjóðar, sverðbræðra og þýsku riddaranna gegn heiðnum íbúum við sunnan- og austanvert Eystrasalt. Þjóðverjar fóru í Vindakrossferðina gegn Vindum 1147 en formlega hófust norrænu krossferðirnar árið 1195 þegar Selestínus 3. páfi lýsti yfir krossferð gegn hinum heiðnu íbúum Eystrasaltslanda. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar leiddi biskupinn Berthold af Hannóver krossferð gegn Líflendingum sem mistókst. Albert af Ríga lagði Lífland undir sig 1199 og árið 1202 var sverðbræðrareglan stofnuð til að tryggja yfirráð hans yfir landinu. Næstu áratugi héldu krossferðir þeirra áfram út frá Ríga. 1208 til 1224 lögðu þeir Selía, Lettgalla og Eista undir sig. Valdimar sigursæli Danakonungur lagði norðurhluta Eistlands undir sig. Eyjan Saaremaa hélt lengst út gegn krossförunum en þeir lögðu hana undir sig 1227. Eftir ósigur sverðbræðra gegn Litháum og Semgöllum í orrustunni við Sól 22. september 1236 urðu þeir hluti af þýsku riddarareglunni. Þýsku riddararnir höfðu þá nýverið hafið prússnesku krossferðina í boði Konráðs af Masóvíu. Riddararnir lögðu Kúrland undir sig 1267 og síðustu virki Semigalla 1290. Þeim tókst hins vegar ekki að leggja Litháen undir sig þrátt fyrir margar tilraunir. Litháar tóku kaþólska trú 1386. Krossferðir gegn þeim héldu samt áfram eftir það og lauk ekki fyrr en með orrustunni við Tannenberg 1410. Riddararnir reyndu líka að ráðast inn í Rússland sem aðhylltist rússneskan rétttrúnað, með stuðningi Gregoríusar 9. en biðu ósigur í orrustunni á Peipusvatni 1242. Birgir jarl leiddi sænsku krossferðirnar gegn Rússum og Finnum um miðja 13. öld sem lyktaði með því að Svíar lögðu Finnland undir sig 1248.
Þýskaland Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum kaþólsku kirkjuna, Norður-krossferðirnar og Hansasambandið.
Krossferðir Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda. Aðallega voru það múslimar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans. Krossfarar sóru eið og hlutu syndaaflausn fyrir vikið.
Saga Evrópu Við fall Rómaveldis hófust miðaldir í sögu Evrópu. Á þessum tíma náði Austrómverska keisaradæmið yfir Suðaustur-Evrópu og hluta Litlu-Asíu. Frankar lögðu undir sig stóra hluta Evrópu og Frankaveldið náði hátindi sínum undir Karlamagnúsi um 800. Engilsaxar lögðu England undir sig skömmu eftir brottför Rómverja þaðan á 5. öld. Vald páfans í Róm óx samhliða því að þessar germönsku þjóðir tóku upp kristni. Síðasta skeið ármiðalda stóð víkingaöld yfir þegar norrænir menn réðust á ríkin sunnar í álfunni og lögðu undir sig hluta þeirra. Í kjölfarið risu nokkur hertogadæmi Normanna í sunnanverðri Evrópu á hámiðöldum. Krossferðirnar hófust sem svar við uppgangi Seljúktyrkja í Litlu-Asíu og árásum þeirra á Austrómverska veldið. Krossferðirnar leiddu til þess að Feneyjar og Genúa á Ítalíu urðu öflug sjóveldi.
Filippus 4. Frakkakonungur Filippus var stórskuldugur Musterisriddurunum, sem höfðu stundað bankastarfsemi í tvær aldir. Eftir að krossferðirnar voru úr sögunni nutu þeir ekki jafnmikils stuðnings og áður og Filippus greip tækifærið og leysti regluna upp til að losna við skuldir sínar. Föstudaginn 13. október 1307 lét hann handtaka hundruð musterisriddara víða um Frakkland og beita þá pyntingum til að fá þá til að játa að reglan ástundaði trúvillu.