Top 10 similar words or synonyms for konungssinnar

austurríkismenn    0.897093

englendingar    0.855603

skotar    0.855038

herirnir    0.853558

svíar    0.852330

bæjarar    0.851365

mongólar    0.849622

prússar    0.847035

tyrkir    0.845396

uppreisnarmenn    0.843602

Top 30 analogous words or synonyms for konungssinnar

Article Example
Hægristefna Nafnið er dregið af sætaskipun á stéttaþingum í Frakklandi í frönsku byltingunni þar sem konungssinnar sátu hægra megin við forsetastólinn.
Annað enska borgarastríðið Annað enska borgarastríðið (1648 – 1649) var annar hluti þeirra átaka sem eru þekkt sem Enska borgarastyrjöldin. Eftir að Fyrsta enska borgarastríðinu lauk með sigri þinghersins var herinn orðinn að pólitísku afli sem þingið reyndi eftir megni að leysa upp, hætta að greiða hermönnum laun og senda herdeildir úr landi. Að lokum töldu öldungakirkjuflokkurinn og konungssinnar á enska þinginu, ásamt Skotum, sig vera í stöðu til að hefja nýtt borgarastríð. Uppreisnir gegn þinginu blossuðu upp um allt landið en brátt fengu konungssinnar yfirhöndina og borgarastríðið varð aftur aðeins milli konungssinna og þingsinna. Skotar gerðu innrás í Norður-England og konungssinnar í útlegð náðu skipum á sitt vald í The Downs.
Fyrsta enska borgarastríðið Margir konungssinnar fengu grið með því skilyrði að þeir tækju ekki aftur upp vopn gegn þinginu. Þegar Annað enska borgarastríðið braust út tveimur árum síðar neituðu margir þeirra að ganga á bak orða sinna og taka þátt í stríðinu.
Kavaler Kavaler var upphaflega uppnefni á stuðningsmönnum Karls 1. konungs í Ensku borgarastyrjöldinni. Seinna tóku konungssinnar það sjálfir upp. Andstæðingar konungs og stuðningsmenn þingsins voru uppnefndir hnatthöfðar. Kavaler merkir einfaldlega riddari og fékk fljótt á sig aukamerkingu sem vísaði til ríkjandi hirðtísku þess tíma. Staðalmynd kavalersins var maður klæddur íburðamiklum fötum með blúndukrögum, með barðamikinn hatt með fjöður og sítt liðað hár eða slöngulokka. Raunin var samt sú að bæði flestir þingsinnar og flestir konungssinnar voru með hár af svipaðri sídd og klæddust samkvæmt tísku þess tíma.
Annað enska borgarastríðið Thomas Fairfax barði niður uppreisnirnar í Kent og sneri sér svo að Essex þar sem konungssinnar bjuggu um sig í Colchester sem Fairfax settist um. Oliver Cromwell var sendur til Wales til að kveða niður uppreisnina þar og í Cornwall. John Lambert snerist gegn norðurhéruðunum. Oliver Cromwell hélt með her sinn honum til stuðnings og saman mættu þeir her Skota og konungssinna undir stjórn James Hamilton 17. ágúst 1648 við Preston í Lancashire. Þingherinn vann þar afgerandi sigur gegn fjölmennara liði. Að lokum gáfust konungssinnar í Colchester upp fyrir Fairfax 28. ágúst.
Vinstristefna Merkingin hefur breyst nokkuð í tímans rás, upprunalegu vinstri-mennirnir á franska stéttaþinginu voru vel efnaðir borgarar sem að studdu frjálst markaðshagkerfi og lágmarksríkisafskipti, gildi sem að á okkar dögum þykja fremur hægrisinnuð. Andstæðingar þeirra á hægri kantinum voru þá íhaldsmenn og konungssinnar sem studdu óbreytt ástand en einnig lentu þeir í andstöðu við vaxandi samtök verkamanna og launafólks sem höfðu aðrar áherslur.
Þriðja enska borgarastríðið Eftir að hafa beðið eftir flota með birgðir handa hernum hélt Cromwell norður eftir ströndinni til Edinborgar. Þar mætti honum miklu stærri skoskur her undir stjórn David Leslie 29. júlí svo hann neyddist til að hörfa aftur til Dunbar. Óagaður og illa búinn her Leslies tók þegar að leysast upp og þegar orrustan við Dunbar hófst voru herirnir nær jafnstórir. Herstjórnarlist Cromwells varð til þess að enski herinn vann yfirburðasigur og gerði her konungssinna að engu. Herinn lagði suðurhéruð Skotlands undir sig í kjölfarið en komust ekki lengra um veturinn. Leslie hörfaði og þjálfaði upp nýjan her norðan við Forth-fjörð. Cromwell náði Edinborgarkastala á sitt vald á aðfangadag. Sumarið eftir hélt Cromwell með allt lið sitt norður yfir Forth-fjörð. Við þetta voru allir vegir til Englands óvarðir og Karl 2. greip tækifærið. Þann 31. júlí hélt her konungssinna inn í England þar sem Karl vonaðist til að gamlir konungssinnar og öldungakirkjumenn myndu fylkja sér undir merki hans. Cromwell og ríkisráðið í Westminster höfðu hins vegar séð þetta fyrir og hafið undirbúning. Cromwell sendi John Lambert með riddaralið til að elta innrásarherinn, konungssinnar í Englandi voru undir ströngu eftirliti og vopnabirgðir færðar í öruggt skjól. Karl kom til Worcester 22. ágúst. Orrustan um Worcester 3. september var vandlega undirbúin af Cromwells hálfu og konungssinnar biðu algjöran ósigur. Karl slapp naumlega og eftir sex vikur á flótta í dulargervi tókst honum loks að komast til Frakklands. George Monck fékk það hlutverk að kveða niður leifar uppreisnarinnar í Skotlandi og síðasta vígi konungssinna, Dunnottar-kastali, féll eftir langt umsátur 26. maí 1652.
Margaret Cavendish Margaret Cavendish (1623 – 15. desember 1673) var enskur rithöfundur og hefðarkona. Hún hét upphaflega Margaret Lucas og var yngri systir sir John Lucas og sir Charles Lucas sem báðir voru áberandi konungssinnar í Ensku borgarastyrjöldinni. Hún varð hirðmey Henríettu Maríu og fylgdi henni til Frakklands þegar hún flúði þangað 1644. Þar giftist hún William Cavendish hertoga. Rithöfundarferill hennar hófst þegar hún varði einu og hálfu ári í Englandi til að reyna að fá eitthvað út úr uppboði á eigum eiginmanns síns sem höfðu verið gerðar upptækar eftir borgarastyrjöldina.
Fronde Fronde (franska: „handslöngva“) var borgarastyrjöld í Frakklandi sem stóð frá lokum Þrjátíu ára stríðsins 1648 til 1653. Stríð Frakklands og Spánar (1635–59) stóð á sama tíma. Styrjöldin hófst vegna mikilla óvinsælda ráðgjafa Loðvíks 14. konungs, Mazarins kardinála, og tilrauna hans til að bæta fjárhag ríkisins með nýjum sköttum. "Fronde" skiptist í tvö tímabil, "Fronde Parlementaire" 1648-1649 þegar frönsku dómþingin höfnuðu nýjum sköttum, og "Fronde des nobles" 1650-1653 þegar Loðvík af Condé leiddi uppreisn háttsettra aðalsmanna gegn konungi. Þrátt fyrir gífurlegar óvinsældir Mazarins meðal almennings í Frakklandi náðu hann og konungssinnar yfirhöndinni og höfðu sigur að lokum.
Hnatthöfði Hnatthöfði (enska: "Roundhead") var uppnefni á stuðningsmönnum enska þingsins í Ensku borgarastyrjöldinni. Þeir voru líka kallaðir þingsinnar ("parliamentarians"). Nafnið var dregið af því að sumir púritanar (en alls ekki allir) klipptu hár sitt stutt í andstöðu við hirðtískuna þar sem slöngulokkar voru ríkjandi. Stuðningsmenn konungs voru kallaðir ýmist konungssinnar ("royalists") eða kavalerar ("cavaliers"). Hnatthöfðar studdu upphaflega þingbundna konungsstjórn en undir lok borgarastyrjaldarinnar var Karl 1. konungur orðinn svo óvinsæll að lýðveldissinnar eins og Oliver Cromwell gátu afnumið konungsvaldið alveg og komið Enska samveldinu á fót.