Top 10 similar words or synonyms for kjörfurstann

drottinsvik    0.728767

keisarahernum    0.662768

íhaldsflokkinn    0.650569

þakklætisskyni    0.646394

greifadæminu    0.642139

slysni    0.641783

barðinu    0.636628

báli    0.627409

þjófnað    0.622932

nafngefandi    0.621500

Top 30 analogous words or synonyms for kjörfurstann

Article Example
Kirkja heilags anda í Heidelberg Ruprecht III var sá fyrsti sem lagður var til hvílu í kór kirkjunnar, 1410. Hann var þá bæði kjörfursti og konungur þýska ríkisins (sem Ruprecht I). Eftir það voru hinir ýmsu kjörfurstar lagðir þangað til hvílu, ásamt hinum ýmsu fjölskyldumeðlimum. Alls voru 54 grafir í kirkjunni. Stærsta og fegursta gröfin var fyrir kjörfurstann Ottheinrich. 1693 voru nánast allar grafir eyðilagðar af Frökkum, sem einnig rændu kirkjuna listmunum og verðmætum. Aðeins minningaplattinn fyrir kjörfurstann Ruprecht III (sem einnig var konungur þýska ríkisins) og eiginkonu hans slapp, enda úr málmi. Platti þessi er enn í kirkjunni í dag, en hefur verið færður til nokkrum sinnum.
Austurríki Friðrik mikli Prússakonungur réðist inn í Sílesíu og hertók landsvæðið. Hann gerði bandalag við kjörfurstann af Bæjaralandi, sem í kjölfarið var kjörinn keisari sem Karl VII. Prússar, Bæjarar og Frakkar börðust gegn Austurríki en Englendingar og Hollendingar veitti Austurríkismönnum mikinn stuðning. Karl VII lést 1745 og þá var leiðin greið fyrir elstu dóttur Karls VI, Maríu Teresíu. Hún var krýnd sem erkihertogaynja af Habsborg og drottning Ungverjalands, en eiginmaður hennar, Frans I, var krýndur sem keisari ríkisins. Enn var þó barist í stríðinu til 1748. Sjö ára stríðið 1756-63 breytti engu um Sílesíu eða önnur landamæri Austurríkis.
Austurríska erfðastríðið Friðrik mikli Prússakonungur rauf samkomulagið með innrás í Slésíu 16. desember 1740 og lagði héraðið undir sig. Hann gerði bandalag við Frakka og kjörfurstann af Bæjaralandi, sem kosinn var keisari sem Karl 7. árið 1742, og herir allra ríkjanna réðust til atlögu við Austurríkismenn. Bretar, Hollendingar og fleiri veittu Maríu Teresu stuðning og næstu árin var barist víða í Mið-Evrópu og veitti ýmsum betur. Karl 7. lést snemma árs 1745 og Maríu Teresu tókst að koma því í kring að eiginmaður hennar var kjörinn keisari sem Frans 1. sama ár en stríðið hélt áfram í Evrópu og barst einnig víða um heim þangað sem hin stríðandi ríki áttu nýlendur, svo sem til Karíbahafs, Norður-Ameríku og Indlands.
Gera 1533 urðu siðaskiptin í borginni, þrátt fyrir alla mótstöðu markgreifans frá Meissen. Í kjölfarið fylgdi trúarstríðið mikla (Schmalkaldischer Krieg). Markgreifinn frá Meissen, í sameiningu við kjörfurstann í Saxlandi, gáfu þá borgina Gera til Bæheims . Konungurinn í Bæheimi hafði þó engin bein áhrif á borgarbúa. Þrátt fyrir það var Gera formlega bæheimsk allt til stofnunar Saxlands sem konungsríkis 1806. Í 30 ára stríðinu var til þess að gera rólegt í Gera. En 1639 kom sænskur skæruliðaflokkur til borgarinnar og lagði eld að henni. Þriðjungur hennar brann niður. 1686 varð hins vegar versta eyðilegging í sögu borgarinnar, er eldur læsti sig óvart í húsi einu. Hann breiddist hratt út og áður en yfir lauk voru tveir þriðju hlutar hennar brunnir niður til kaldra kola. Enn einn stórbruninn átti sér stað 1780 en þá brann nær gjörvöll miðborgin niður.
Kastalinn í Mannheim Í apríl 1720 ákvað kjörfurstinn Karl Philipp að setjast að í Mannheim og láta reisa þar nýjan kastala í barokkstíl. Fyrstu álmurnar voru 11 ár í byggingu og voru vígðar 1731. Þá flutti kjörfurstinn inn, en fram að þessu hafði hann haft aðsetur sitt í Heidelberg. Í kastalanum var kapella og þar var eiginkona Karls Philipps lögð til grafar 1734. Árið 1737 var hafist handa við að reisa fleiri álmur. Þær framkvæmdir stóðu til 1742. Álmurnar voru teknar í notkun með vígslu óperusalarins, en sama dag var þar haldin giftingarveisla fyrir kjörfurstann Karl Theodor. Seinna það ár dó hann hins vegar og var einnig lagður til hvildar í hallarkapellunni. Árið 1751 var aftur hafist handa við að reisa fleiri álmur og stóðu framkvæmdir að þessu sinni í níu ár. Í nýju álmunum var innréttað lista- og náttúfræðisafn, fjárhirslur, bókasafn og skjalasafn. Nýju álmurnar voru vígðar 1760 og var þá kastalasamstæðan öll orðin meðal stærstu í Evrópu. Ef tekinn er barokkstíllinn eingöngu, var kastalinn sá næststærsti í Evrópu, á eftir kastalasamstæðunni í Versölum. Við byggingu þriðju álmusamstæðunnar var þess því sérstaklega gætt að hafa fleiri glugga en í Versölum. Gluggarnir í kastalanum í Mannheim eru einum fleiri en í Versölum. Kjörfurstarnir stóðu fyrir margbreytilegri menningu í kastalanum. Þar voru listamenn eins og Goethe og Mozart vel séðir gestir.
Bonn 1288 ákvað kjörfurstinn í Köln (þ.e. biskupinn þar í borg) að gera Bonn að öðru aðsetri sínu, en aðeins eru um 20 km milli þessara borga. Siðaskiptin fóru aldrei fram í Bonn. Kaþólska kirkjan hélst sterk, enda í föstum höndum kjörbiskupanna í Köln. 1587 var kjörbiskupinn Gebhard frá Waldburg leystur af með skömm þar sem hann hafði meðtekið lúterstrú. Til að hefna sín réðist hann með her manna á Bonn og lagði hana í rúst. Borgin var endurreist og var þá einnig reistur kastali mikill fyrir kjörfurstann, sem ýmist sat í Köln eða Bonn. Í 30 ára stríðinu reyndist ekki unnt að hertaka Bonn, sökum góðra borgarmúra. En herir frá Hollandi, Svíþjóð og öðrum svæðum þýska ríkisins voru oftar en ekki í nánd og eyðilögðu nærsveitir. En í 9 ára stríðinu sátu Frakkar um borgina og skutu á hana með fallbyssum í fleiri mánuði, uns borgarbúar gáfust upp. Frakkar héldu borginni ekki nema í skamman tíma. 1703 var enn setið um borgina í spænska erfðastríðinu. Enn voru það Frakkar sem skutu á borgina en innan hennar voru keisaraher og Hollendingar sem reyndu að verjast. Borgin féll eftir nokkra mánuði en Frakkar héldu á brott skömmu seinna.