Top 10 similar words or synonyms for karþagómenn

NotFoundError    0.789

Top 30 analogous words or synonyms for karþagómenn

Article Example
Fabius Maximus Quintus Fabius Maximus Verrucosus Cunctator (um 280 f.Kr. – 203 f.Kr.) var rómverskur stjórnmálamaður og hershöfðingi sem var áberandi í Öðru púnverska stríðinu, þar sem Rómverjar börðust við Karþagómenn.
Púnversku stríðin Rómverjar sendu snemma í stríðinu herafla til Íberíuskagans undir stjórn bræðranna Gnaeusar Corneliusar Scipio Calvusar og Publiusar Corneliusar Scipio (sem var faðir Scipio Africanusar). Þar börðust þeir gegn Hasdrubal Barca og Mago Barca, bræðrum Hannibals, og hindruðu að þeir gætu sent liðsauka til Hannibals á Ítalíu. Scipio-bræðurnir féllu báðir í bardaga gegn Barca-bræðrunum árið 211 f.Kr. og árið eftir tók Scipio Africanus við stjórn Rómverja á Íberíu. Scipio var sigursæll á Íberíu, og sigraði Karþagómenn árið 206 f.Kr. í Orrustunni við Ilipa en í kjölfarið yfirgáfu Karþagómenn Íberíu fyrir fullt og allt. Sikiley og Balkanskaginn komu einnig við sögu í stríðinu og höfðu Rómverjar alls staðar sigur. Að lokum var barist í Africu og Karþagómenn voru sigraðir í orrustunni við Zama af rómverskum her undir stjórn Scipios Africanusar.
Söguþráður Eneasarkviðu Dídó sér í höll sinni að Tróverjar sigla brott. Hún ákallar sól, guði og Hefndanornir, biður þess að þau og Karþagómenn megi hefna sín með því að ofsækja Eneas og alla þjóð hans.
Portúgal Árið 219 f.Kr. réðust fyrstu rómversku hersveitirnar inn á Íberíuskagann og hröktu Karþagómenn burtu í púnversku stríðunum. Innan 200 ára höfðu Rómverjar svo náð yfirráðum yfir mestum hluta skagans.
Púnversku stríðin Í kjölfar stríðsins átti Karþagó í fjárhagserfiðleikum, ekki síst vegna hárra skaðabóta sem Rómverjar kröfðust, og gátu ekki borgað málaliðum sem þeir höfðu ráðið í stríðinu. Málaliðarnir gerðu uppreisn og út braust stríð sem kallað er málaliðastríðið. Karþagómenn áttu í fullu fangi með að berja niður uppreisnina og áttu því erfitt með að verja áhrifasvæði sín. Rómverjar gripu tækifærið og sölsuðu undir sig eyjarnar Sardiníu og Korsíku. Eftir stríðið var Rómaveldi öflugasta ríkið við vestanvert Miðjarðarhaf og viðskiptaveldi Karþagó var verulega laskað. Karþagómenn hófu þó fljótlega að einbeita sér meira að Íberíuskaganum og stóðu í landvinningum þar næstu áratugina.
Hannibal Barca Á meðan á innrás hans stóð barðist hann oft við Rómverjana og fékk íbúa Rómaborgar sjálfrar til að skjálfa af hræðslu. Eftir frægustu orrustur hans, við Trebiu, Trasimene og Cannae, tók hann næst stærstu borg Ítalíu, Capua, en gat ekki ráðist á sjálfa Rómaborg því her hans var ekki nógu sterkur. Hann hafði her sinn í Ítalíu í áratug og Karþagómenn pirruðust yfir ákvörðun hans að ráðast ekki á Rómaborg. Rómversk innrás inn í Norður-Afríku neyddi Hannibal til að taka her sinn aftur til Karþagó þar sem hann var sigraður í orrustunni við Zama. Karþagómenn neyddust til að senda hann í útlegð. Eftir langa útlegð þar sem hann var ráðgjafi fáeinna manna, þar á meðal Antiokkosar þriðja, voru Rómverjarnir komnir á hæla hans og hann framdi sjálfsmorð frekar en að gefast upp fyrir Rómverjunum.
Púnversku stríðin Þegar fyrsta púnverska stríðið braust út höfðu Rómverjar tryggt sér yfirráð yfir öllum Ítalíuskaganum sunnan Pó-dalsins. Rómverjar höfðu háð nokkur stríð við nágranna sína áratugina á undan, meðal annars Latneska stríðið, Samnítastríðin og Pyrrhíska stríðið, sem höfðu öll endað með sigri rómverja og stækkun yfirráðasvæðis þeirra. Rómverjar höfðu því sterkan landher þegar fyrsta púnverska stríðið hófst en lítinn sem engan sjóher. Karþagó var öflugasta ríkið við vesturhluta Miðjarðarhafsins í upphafi stríðsins, sérstaklega í Norður-Afríku, Sikiley og á Íberíuskaganum. Karþagómenn voru þekktir sem miklir sæfarar og höfðu þeir yfir að ráða öflugum sjóher sem þeir notuðu til að verja viðskiptaveldi sitt. Her Karþagómanna var að miklu leyti skipaður málaliðum en þó voru flestir herforingjar þeirra innfæddir Karþagómenn.
Annað púnverska stríðið Annað púnverska stríðið er einkum frægt fyrir herleiðangur Hannibals, herforingja Karþagómanna, yfir Alpana. Hann gerði innrás í Ítalíu úr norðri og sigraði rómverska herinn í nokkrum orrustum en náði aldrei hinu endanlega markmiði að grafa undan stjórnmálasambandi Rómaveldis og bandamanna þess. Spánn, Sikiley og Grikkland komu einnig við sögu og höfðu Rómverjar alls staðar sigur. Að lokum var barist í skattlandinu Afríku og Karþagómenn voru sigraðir í orrustunni við Zama af rómverskum her undir stjórn Scipios Africanusar. Í kjölfarið var landsvæði Karþagóar takmarkað við borgarmörkin auk þess sem Karþagó varð að greiða himinháar stríðsskaðabætur.
Púnversku stríðin Á árunum á milli annars og þriðja púnverska stríðsins náði Karþagó að borga Rómverjum stríðsskaðabæturnar og átti miklum efnahagslegslegum uppgangi að fagna á árunum fyrir þriðja stríðið. Margir Rómverjar litu enn á Karþagó sem ógn við Rómaveldi og frægastur þeirra er Cato eldri sem endaði lengi allar ræður sínar í öldungaráðinu með orðunum „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“. Rómverjar litu svo á að Karþagó væri undir áhrifavaldi Rómar og þegar Karþagó myndaði her og háði stríð gegn Númidíu (sem þeir töpuðu) töldu Rómverjar að Karþagómenn væru að brjóta gegn samningum þeirra eftir Annað Púnverska stríðið.
Púnversku stríðin Fyrsta púnverska stríðið var háð á landi og sjó, á Sikiley, í Norður-Afríku og á Miðjarðarhafi. Fyrstu aðgerðir Rómverja í stríðinu voru á landi en fljótlega hófu þeir að byggja flota og mættu Karþagómönnum í nokkrum sjóorrustum. Rómverjar höfðu aldrei stundað sjóhernað að neinu marki áður og þurftu því að læra af óvinum sínum, sem voru mun reyndari í sjóhernaði. Rómverjar komu Karþagómönnum á óvart með því að útbúa skipin sín með búnaði sem þeir kölluðu "corvus" (hrafn). Corvus var einskonar brú sem Rómverjar létu falla á óvinaskip og varð hún til þess að skipin voru þá föst við hvort annað, auk þess gátu hermenn þá farið yfir brúnna yfir í óvinaskipin. Þessi búnaður hjálpaði Rómverjum að vinna nokkrar orrustur, m.a. orrustuna við Mylae. Karþagómenn lærðu þó smám saman að verjast corvus búnaðinum og að lokum hættu Rómverjar að nota hann. Einnig gerðu Rómverjar misheppnaða innrás í Norður-Afríku, undir stjórn Marcusar Atiliusar Regulusar, þar sem Karþagómenn nutu aðstoðar spartneska hershöfðingjans Xanþipposar, sem stöðvaði her Regulusar í orrustunni við Tunis. Stríðið var báðum þjóðum dýrkeypt en Rómverjar höfðu sigur og lögðu undir sig Sikiley, sem varð fyrsta skattland þeirra.