Top 10 similar words or synonyms for hugverkaréttur

höfundaréttur    0.893398

landfógetar    0.890250

kennslutækni    0.890061

taugafræði    0.889182

litunarjurtir    0.888869

frumspekingar    0.883943

vímuefni    0.881445

jarðsegulfræði    0.879684

bókmenntahugtök    0.879611

lækningajurtir    0.879442

Top 30 analogous words or synonyms for hugverkaréttur

Article Example
Bókmenntir Á 18. og 19. öld þróaðist hugverkaréttur í vestrænni löggjöf og höfundaréttur varð tekjulind fyrir borgaralega rithöfunda á Vesturlöndum, samhliða ritlaunakerfinu sem fyrir var. Evrópskir rithöfundar á þessum tíma áttu því meiri möguleika en fyrirrennarar þeirra til að lifa á list sinni. Undir lok 19. aldar var Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum sem tryggði gagnkvæman höfundarétt milli landa undirritaður.
Hugverk Hugverk eru ákveðnar tegundir sköpunarverka mannsins þar sem inntak verksins er huglægt. Um hugverk hefur því skapast ákveðið regluverk í löggjöf sem nefnist einu nafni hugverkaréttur. Vegna þess að hugverkið er í eðli sínu huglægt þótt það eigi sér fast form þá er „eign“ hugverks annars eðlis en eign á efnislegri útfærslu þess.
Vottorð um viðbótarvernd Vottorð um viðbótarvernd er sérstæður ("sui generis") hugverkaréttur sem gildir aðeins í Evrópusambandinu. Tilgangurinn er að bæta lyfjafyrirtækjum þann langa tíma sem það tekur að fá leyfi fyrir markaðssetningu nýrrar vöru með því að bæta við tímann sem einkaleyfi þeirra gildir. Viðbótarverndin gildir venjulega að hámarki í fimm ár eftir að einkaleyfið er runnið út.
Hugverk Hugverkaréttur gengur oftast út á tímabundinn einkarétt eiganda hugverksins sem hefur þá færi á að hagnast á verki sínu. Einkarétturinn (sem er í reynd einokun) er réttlættur með því að hann sé nauðsynlegur til að hvetja til sköpunar og birtingar hugverka í þágu almennings. Samkvæmt þessu er meginforsenda hugverkaréttar því sú að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að nýjar hugmyndir séu birtar og þær komist í opinbera umræðu fremur en að þeim sé haldið leyndum. Einkarétturinn er hvati til birtingar í þágu almannahagsmuna. Eins er það sjónarmið ríkjandi í hugverkarétti að velgengni þess sem skapar hugverkið eigi að vera í samræmi við velgengni verksins; það sé til dæmis ekki eðlilegt eða sanngjarnt að höfundur að vinsælu lagi fái ekki notið fjárhagslegs ábata af vinsældum þess. Hugverkaréttur er í mörgum tilvikum samningsgrundvöllur rétthafa gagnvart til dæmis framleiðanda (í tilviki einkaleyfis eða höfundaréttar) eða dreifingaraðila (þar sem um er að ræða vörumerkjavernd eða upprunamerkingar) og veitir þessum samningsaðilum tímabundið skjól fyrir samkeppni.
Hugverk Einkaréttur á hugverkum hefur oft verið gagnrýndur fyrir að ganga gegn megintilgangi sínum og skaða almannaheill með því að skapa gerviskort á ótakmörkuðum gæðum og stuðla þannig að óeðlilega háu verði t.d. á frumlyfjum í þróunarlöndum. Mikilvægi hugverkaréttar í efnahagslífi heimsins hefur vaxið stig af stigi frá því fyrst var farið að ræða hann á 19. öld og um leið hefur verið greinileg tilhneiging til að útvíkka einkaréttinn bæði í tíma og eins láta hann ná til sífellt fleiri sviða. Gagnrýnendur hafa meðal annars bent á að hugverkaréttur skerði hinn eiginlega eignarrétt í mörgum tilvikum.
Almenningur (hugverk) Almenningur er í hugverkarétti safn þeirra verka, uppfinninga eða vörumerkja sem einkaréttur gildir ekki lengur um þar sem tímalengd réttarins er liðin eða þau uppfylla ekki lengur skilyrði fyrir vernd í skilningi laganna. Oftast þýðir þetta einfaldlega að ekki gilda lengur nein skilyrði hugverkaréttar fyrir notkun verkanna, en þó tíðkast í löggjöf sumra landa að setja skilyrði um verk í almenningi og skapa þar með eins konar eilífan höfundarétt. Þetta er til dæmis gert með ákvæðum um ríkishöfundarétt, menningarvernd og eilífan sæmdarrétt. Í sumum löndum er til kerfi þar sem borga þarf fyrir hagnýtingu verka í almenningi; svokallað "domaine public payant"-kerfi. Eilífur hugverkaréttur getur líka verið búinn til með sérlögum eins og í íslenskum lögum um þjóðsönginn.