Top 10 similar words or synonyms for herdeildir

hersveitir    0.882610

hússítar    0.859272

habsborgarar    0.836529

ítalir    0.835053

austurríkismenn    0.834434

uppreisnarmenn    0.833181

portúgalir    0.829477

prússar    0.825406

árásir    0.820590

márar    0.812504

Top 30 analogous words or synonyms for herdeildir

Article Example
New York Draft Riots Forsetinn Abraham Lincoln senti herdeildir til borgarinnar til að yfirtaka borgina. Mótmælendurnir samanstóðu aðalega af vinnumönnum af írskum uppruna.
Simón Bolívar Þegar árið 1825 gekk í garð var sigurinn unninn, Spánverjar og herdeildir þeirra höfðu þurft að lúta í gras fyrir heimamönnum. Simóni var af mörgum eignaður sigurinn. Þá tók við annað verkefni að stýra frjálsum þjóðum í sjálfstæðum löndum.
Spartacus Um það leyti sem hópurinn nálgaðist Gallíu sneri mestallur hópurinn við og hélt suður á bóginn og sigraði tvær herdeildir Marcusar Liciniusar Crassusar. Í árslok 72 f.Kr. sló Spartacus upp búðum í Rhegium skammt frá Messina sundinu. Í ársbyrjun króuðu 8 herdeildir Crassusar Spartacus af í Calabria. Spartacus braust úr herkvínni og komst til Brindísum en herir Crassusar náðu Spartacusi í Lucaníu og var hann veginn í bardaga á bökkum Silarusar. 6.000 fylgismenn Spartacusar voru krossfestir með fram "Via Appia". Um 5.000 fylgismenn Spartacusar sluppu frá Crassusi en voru gersigraðir af Pompeiusi sem fékk heiðurinn af því að hafa ráðið niðurlögum þrælauppreisnarinnar.
Rómaveldi Rómverski herinn var ein mikilvægasta stofnun Rómaveldis, enda átti heimsveldið í nánast stöðugum átökum, bæði við utanaðkomandi ógnir og innbyrðis. Hernum var skipt niður í herdeildir ("legio"). Fullmönnuð herdeild hafði á að skipa um 5000 hermönnum en að auki fylgdu herdeildunum fjölmargir þjónustuliðar og þrælar. Á tíma konungdæmsins og snemma á lýðveldistímanum voru aðeins fáar herdeildir en eftir því sem ríkið stækkaði fjölgaði herdeildunum. Talið er að í lok lýðveldistímans hafi þær verið um 50 en Ágústus keisari fækkaði þeim í 28. Stækkun ríkisins kallaði líka á það að hermenn þurftu að sinna lengri herskyldu, lengra frá heimahögum sínum og varð það til þess að farið var að borga mönnum fyrir herþjónustu. Með endurbótum Gaiusar Maríusar má segja að rómverski herinn hafi endanlega orðið að fastaher skipuðum atvinnuhermönnum. Endurbæturnar fólu meðal annars í sér stöðuga þjálfun (líka á friðartímum), hærri laun og lengri herþjónustu.
Diocletianus Carinus var staddur í vesturhluta Rómaveldis þegar Diocletianus var lýstur keisari en hélt austur með sínar herdeildir til þess að mæta honum. Þeir mættust í bardaga í maí 285 þar sem Carinus hafði stærri her. Carinus var hinsvegar óvinsæll á meðal hermanna sinna og var í miðjum bardaga drepinn af sínum eigin mönnum.
Valerianus Valerianus kom úr virtri aðalsætt og gegndi fjölmörgum háttsettum embættum áður en hann varð keisari. Keisarinn Trebonianus Gallus skipaði hann yfirmann ("dux") yfir nokkrum herdeildum í Gallíu sem líklega var ætlað að halda austur á bóginn til þess að mæta Sassanídum í Persíu. Gallus komst þó aldrei til Persíu því hann þurfti að mæta valdaræningjanum Aemilianusi sem endaði með því að Gallus var drepinn, á mið-Ítalíu, sumarið 253. Trebonianus Gallus hafði skipað Valerianusi að koma með herdeildir sínar í Gallíu til að aðstoða hann gegn Aemilianusi, en Valerianus var of seinn og Aemilianus var orðinn keisari þegar Valerianus kom til Ítalíu. Herdeildir Valerianusar hylltu hann þá sem keisara og hann hélt áfram áleiðis til Rómar. Þegar ljóst var að það stefndi í átök milli Valerianus og Aemilianusar hófu hermenn þess síðarnefnda að yfirgefa hann og ganga til liðs við Valerianus. Að lokum var Aemilianus drepinn og öldungaráðið samþykkti Valerianus sem keisara.
Trajanus Trajanus er einna helst þekktur fyrir hernaðarsigra sína, fyrst gegn Daciu og síðar gegn Parþíu. Trajanusi fannst Decebalus Daciukonungur ekki hafa staðið við skilmála sem hann hafði samþykkt eftir stríðið gegn Dómitíanusi. Trajanus undirbjó sig því fyrir innrás í Daciu með því að búa til tvær nýjar herdeildir ("legionis") auk þess sem fleiri herdeildir voru færðar að landamærununum að Daciu. Trajanus réðst inn í Daciu árið 101 og sigraði her Decebalusar í hörðum bardaga. Eftir frekari átök árið 102 gafst Decebalus upp fyrir Trajanusi og sór honum hollustu sína. Decebalus hélt þó titli sínum sem konungur Daciu enda var svæðið ekki formlega innlimað inn í Rómaveldi. Trajanus seri aftur til Rómar til að fagna sigrinum og var veittur titillin "Dacicus" af öldungaráðinu.
Maríus Eftir að Maríus fór að skrá eignalausa menn í herinn hófu aðrir hershöfðingjar að gera það sama. Þessar herdeildir litu gjarnan svo á að hollusta þeirra væri hjá hershöfðingjanum frekar en hjá ríkinu. Metnaðargjarnir hershöfðingjar nýttu sér þessa hollustu til þess að ná völdum í Rómaborg hvað sem það kostaði og borgarastríð urðu því algeng næstu áratugina. Þetta var einn helsti þátturinn í því að Rómverska lýðveldið leið undir lok og keisaradæmið varð að veruleika.
Transnistría Transnistría er oft nefnd ásamt Nagornó-Karabak, Abkasíu og Suður-Ossetíu sem dæmi um frosin átök innan fyrrum Sovétlýðvelda. Ekkert þessara ríkja á aðild að Sameinuðu þjóðunum en þau hafa formlega viðurkennt sjálfstæði hvers annars. Rússneskar herdeildir hafa verið í Transnistríu frá því á Sovéttímanum og því lítur Evrópusambandið svo á að landið sé í raun undir yfirráðum eða í það minnsta undir miklum áhrifum frá Rússlandi.
Galba Galba varð keisari eftir að Neró hafði misst allan stuðning og í kjölfarið framið sjálfsmorð. Galba hafði opinberlega lýst andstöðu við Neró um vorið 68, þegar hann var landstjóri í Hispaniu Tarraconensis á Íberíuskaga. Herdeildir hans lýstu hann keisara og fljótlega fékk hann stuðning herdeilda víðs vegar um heimsveldið. Eftir dauða Nerós, sumarið 68, lýsti öldungaráðið hann keisara og hélt hann þá til Rómar til að tryggja stöðu sína.